Lausn til sótthreinsunar á tækjum, áhöldum, innréttingum, borðum, veggjum, gólfum o.fl. sem drepur bakteríur, vírusa og sveppi.
Um efnið:
Mjög eldfimur vökvi og gufa. Veldur alvarlegri ertingu í augum. Ef þörf er á læknishjálp, hafið ílátið eða merkimiðann meðferðis. Notið augnhlífar og hanska. Berist efnið í augu: skolið varlega með vatni í nokkrar mínútur. Fjarlægið augnlinsur ef það er mögulegt. Skolið áfram með vatni. Geymist á vel loftræstum og köldum stað þar sem börn ná ekki til.
Leiðbeiningar um notkun:
Notist óblandað. Gegnvætið klút með efninu eða úðið beint á flötinn; strjúkið síðan yfir flötinn og látið þorna.
Innihald: 2% eða meira en undir 15% ísóprópanól. 30% eða meira etanól. pH-gildi: u.þ.b. 7,0. Eðlisþyngd: u.þ.b. 0,85 g/ml
Fargið innihaldi og íláti hjá vottuðum förgunaraðila í samræmi við gildandi reglur um úrgang. Sótthreinsiefni samþykkt, nr.2015-29-7105-00108. Samþykkt til sótthreinsunar, án þess að skola það af með vatni.* Ekki geyma með matvælum. Geymið í upprunalegum umbúðum.
PT 02 Yfirborðssótthreinsi- og þörungadrepandi efni sem er ekki ætlað til notkunar við persónulegt hreinlæti.
PT 04 Matvæli og fóðurvörur:
Sæfiefni: 70,8 g etanól og 2,2 g própan-2-ól pr. 100 g af óþynntum vökva. Sótthreinsiefni notist á réttan hátt. Lesið alltaf merkingar og upplýsingar um vöru fyrir notkun.