Notkun

1
Hitastig yfirborðs skal vera á bilinu 5–35°C.
2
Allar leifar af bóni eða öðru vaxi geta stytt endingartíma og dregið úr virkni. Því þarf að hreinsa lakkið vel og fjarlægja öll laus óhreinindi.
3
Ef nýbúið er að þvo bílinn þarf ekki að þurrka hann að fullu áður en efnið er borið á.
4
Það er gott að úða fyrst örlitlu vatni áður en efnið er borið á í miklum hita.
5
Úða skal Quick Gloss Nanóbóni á rakt yfirborðið og þurrka það strax af með mjúkri tusku (ekki örtrefjaklút).
6
Einnig er hægt að bera efnið beint á hreint og þurrt yfirborð.
7
Ef efnið þornar of fljótt, eða of mikið er notað af því, geta birst hvítar rendur á sumum litum.
8
Þá má nota örlítið Nanóbón aftur og strjúka síðan af á sama hátt og áður.
9
Efnið virkar strax. 

Nanóbón

Náttúruvæn og langvarandi lakkvörn sem bætir eiginleika yfirborðsflata eins og bílalakks og ýmissa plastefna; auðveldar þrif og gefur glans og dýpt. 

Um efnið:

Quick Gloss Nanóbón er náttúruvæn, nýstárleg og langvarandi lakkvörn sem hefur verið þróuð til bæta eiginleika sléttra yfirborðsflata eins og bíla- og bátalakks og ýmissa plastefna. 

Nanóbón gefur yfirborðinu stóraukna eiginleika til að hrinda frá sér og auðveldar þannig öll þrif og viðhald. Quick Gloss Nanóbón færir lakkinu meiri glans og dýpt og er endingarbetri en flestar aðrar lakkvarnir. Það byggir á nanótækni sem viðheldur eiginleikum þess í allt að 12 mánuði eftir notkun. 

Leiðbeiningar um notkun:

Bónið er einstaklega einfalt og auðvelt í notkun og það ver lakkið/plastið að fullu á nokkrum mínútum. Ekki þarf að pússa efnið því það getur dregið úr virkni þess og það má bera á aftur eftir þörfum. Engin eiturefni eða önnur skaðleg efni eru í Quick Gloss Nanóbóni.

Hitastig þarf að vera á bilinu 5–35°C (yfirborðshiti). Allar leifar af bóni eða öðru vaxi geta stytt endingartíma og dregið úr virkni. Því þarf að hreinsa lakkið vel og fjarlægja öll laus óhreinindi. Ef nýbúið er að þvo bílinn þarf ekki að þurrka hann að fullu áður en efnið er borið á. Það er gott að úða fyrst örlitlu vatni áður en efnið er borið á í miklum hita. Úða skal Quick Gloss Nanóbóni á rakt yfirborðið og þurrka það strax af með mjúkri tusku (ekki örtrefjaklút). Einnig er hægt að bera efnið beint á hreint og þurrt yfirborð. Ef efnið þornar of fljótt, eða of mikið er notað af því, geta birst hvítar rendur á sumum litum. Þá má nota örlítið Nanóbón aftur og strjúka síðan af á sama hátt og áður. Efnið virkar strax. 

EINFALT Í NOTKUN – ENDIST Í ALLT AÐ ÁR – AUKIN RISPUVÖRN – VER GEGN ÓHREININDUM

Söluaðili: Pronano.is

Framleiðandi/átöppun: Foss Distillery með leyfi frá CCM í Þýskalandi.

Vörurnar

Biosativa

Öflugt 100% náttúrulegt alhliða hreinsiefni sem fjarlægir m.a. olíu- og rauðvínsbletti af flestum yfirborðsflötum á vistvænan hátt.

Bacoban

Umhverfisvænt sótthreinsunar- og hreinsiefni fyrir yfirborðsfleti sem hefur langvarandi áhrif gegn bakteríum, sveppum og ýmsum vírusum.

Nanóbón

Náttúruvæn og langvarandi lakkvörn sem bætir eiginleika yfirborðsflata eins og bílalakks og ýmissa plastefna

Yfirborðshreinsir

Lausn til sótthreinsunar á tækjum, áhöldum, innréttingum, borðum, veggjum, gólfum o.fl. sem drepur bakteríur, vírusa og sveppi.

Glerskjöldur

Náttúruvæn nanóhúð á gler, hreinlætistæki, keramíkflísar o.fl. sem myndar afar sterka yfirborðs- og rispuvörn; auðveldar þrif og ver gegn bakteríu-, sveppa- og myglumyndun.