
UM OKKUR
HVAÐ GERIR NANO?
Ásýnd hluta sem veðrast og upplitast yfirleitt mjög fljótlega hér á íslandi er eitthvað sem við höfum bara þurft að lifa við. þakið á húsinu upplitast og fer á endanum líka að leka, veggir springa og málning fer að flagna af. Bíllinn er alltaf skítugur og sólpallurinn þarf að fá sína olíu reglulega. Báturinn þarf reglulega sína yfirhalningu og margt annað í þessum dúr eru hlutir sem við könnumst vel við.
Kostnaðarsamar aðgerðir með of stuttu millibili að margra mati. Okkur finnst að hið daglega líf snúist of mikið um að endurnýja stöðugt hluti sem einfaldlega þoldu bara ekki álagið. En með þessu undra efni má gefa þessum hlutum öllum lengra og betra líf. Það er það sem við sjáum sem stærsta kostinn að geta haldið áfram að nota þessa hluti og gera þá sem nýja að auki.
Bátur til dæmis sem búið er að úða með nano mun eyða minna eldsneyti þar sem viðnám við vatnið verður minna. Það eru þessi litlu skref sem færa okkur nær betri umgegni við náttúruna með því að nýta betur það sem við þegar höfum. Sama á við um alla þá efnisnotkun sem við spörum með þessu og þurfum því ekki að kaupa til að viðhalda þessum hlutum. Minna getur nefnilega auðveldlega verið meira.
STARFSFÓLK

Bergþór Hermansson
Vöruþróunarstjóri | Vélstjóri
Sérfræðingur um Nanótækni frá 1994

Davíð Már Sigurðsson
Fjármála og markaðsstjóri
MSc markaðsmál og alþjóðaviðskipti
