Notkun

1
Byrja þarf á að þvo yfirborðið sem bera skal á eins vel og vandlega og hægt er.
2
Endurtaka þau þrif eftir þörfum eða þar til það virðist vera orðið tandurhreint.
3
Því næst skal þvo það aftur með hreinu etanóli eða ísóprópanóli að lágmarki 70% að styrk.
4
Þurrka svo yfir með örtrefjarklút og bera efnið á með þéttum, beinum hreyfingum.
5
Best er að fara alltaf til skiptis lóðrétt og lárétt til að tryggja að ekkert yfirsjáist og þar til klútur er að verða þurr. 
6
Við stofuhita þarf að bíða í 20 mínútur áður en ský verða þurrkuð af. Forðast skal að bleyta flötinn næsta klukkutímann.

Glerskjöldur

Náttúruvæn nanóhúð á gler, hreinlætistæki, keramíkflísar o.fl. sem myndar afar sterka yfirborðs- og rispuvörn; auðveldar þrif og ver gegn bakteríu-, sveppa- og myglumyndun.

Um efnið:

Glerskjöldur er nanóhúð (smáeindahúð) sem gefur afar sterka yfirborðs- og rispuvörn á alla fleti sem eru harðir og draga ekki í sig. Hann auðveldar öll þrif með því að koma í veg fyrir að óhreinindi festist varanlega við yfirborðið. Einnig dregur vörnin úr bakteríu-, sveppa- og myglumyndun þar sem aðstæður fyrir næringu þeirra verða mjög takmarkaðar. 

Glerskjöldur hentar mjög vel á allt gler, stál, króm, keramíkflísar og slípað granít; hann er frábær á sturtuklefa, hreinlætistæki og rúður í bílum og öðrum gluggum. 

Glerskjöldur er náttúruvæn vara sem nota má í matvælaframleiðslu, á heilbrigðisstofnunum, sund- og baðstöðum, í samgöngutækjum og ýmsum iðnaði. Hann er mjög efnisþolinn og ekki er hægt að þvo hann af. Geymist þar sem börn ná ekki til. 

Leiðbeiningar um notkun:

Byrja þarf á að þvo yfirborðið sem bera skal á eins vel og vandlega og hægt er. Endurtaka þau þrif eftir þörfum eða þar til það virðist vera orðið tandurhreint. Því næst skal þvo það aftur með hreinu etanóli eða ísóprópanóli að lágmarki 70% að styrk. Þurrka svo yfir með örtrefjarklút og bera efnið á með þéttum, beinum hreyfingum. Best er að fara alltaf til skiptis lóðrétt og lárétt til að tryggja að ekkert yfirsjáist og þar til klútur er að verða þurr. 

Við stofuhita þarf að bíða í 20 mínútur áður en ský verða þurrkuð af. Forðast skal að bleyta flötinn næsta klukkutímann.

  • Hitaþol er 400°C
  • 100 ml þekja 15–20 m2
  • Geymsluþol er 2 ár á þurrum stað við 10–20°C

Vörurnar

Biosativa

Öflugt 100% náttúrulegt alhliða hreinsiefni sem fjarlægir m.a. olíu- og rauðvínsbletti af flestum yfirborðsflötum á vistvænan hátt.

Bacoban

Umhverfisvænt sótthreinsunar- og hreinsiefni fyrir yfirborðsfleti sem hefur langvarandi áhrif gegn bakteríum, sveppum og ýmsum vírusum.

Nanóbón

Náttúruvæn og langvarandi lakkvörn sem bætir eiginleika yfirborðsflata eins og bílalakks og ýmissa plastefna

Yfirborðshreinsir

Lausn til sótthreinsunar á tækjum, áhöldum, innréttingum, borðum, veggjum, gólfum o.fl. sem drepur bakteríur, vírusa og sveppi.

Glerskjöldur

Náttúruvæn nanóhúð á gler, hreinlætistæki, keramíkflísar o.fl. sem myndar afar sterka yfirborðs- og rispuvörn; auðveldar þrif og ver gegn bakteríu-, sveppa- og myglumyndun.