Umhverfisvænt sótthreinsunar- og hreinsiefni fyrir yfirborðsfleti sem hefur langvarandi áhrif gegn bakteríum, sveppum og ýmsum vírusum.
Um efnið:
Bacoban er umhverfisvænt sótthreinsunar- og hreinsiefni fyrir yfirborðsfleti sem hefur langvarandi áhrif gegn bakteríum, sveppum og ýmsum vírusum; tilbúið til notkunar og áhrifaríkt til langs tíma. Inniheldur hvorki aldehýð né fenól.
Innihaldsefni:
100 g af lausn sem inniheldur 0,26 g af bensalkóníumklóríð, 0,025 gaf natríumpýrþíóni, fjölþétta, ilmefni, hreinsað vatn. Innihaldsefni samkvæmt reglugerð [EC] nr. 648/2004: minna en 5% plúshlaðin yfirborðsvirk efni, sótthreinsiefni, ilmefni.
Virkni:
Drepur bakteríur á 5 mín. (DIN EN 1040, DIN EN 1276).
Drepur sveppi á 5 mínútum (EN 1275).
Drepur vírusa á 5 mínútum (skv. þýskum samtökum sem berjast gegn veirusýkingum), DIN EN 13727: 5 mín., DIN EN 13624: 5 mín. (C. albicans)
DIN EN 1650: 5 mín., DIN EN 13697: 15 mín., DIN EN 14561: 60 mín., DIN EN 14562: 60 mín. Hröð, endingargóð örverudrepandi áhrif (allt að 10 dagar) vinnur gegn bakteríum (Staphyloccocus aureus, Pseudomonas aeruginosa Escherichea coli, Enterococcus faecalis) sveppum (Aspergillus niger, Candida albicans) og einnig ákveðnum vírusum* (HIV, Hepatitis B, Hepatitis C, Herpes, Influenza, BVDV H5NI, HINI).
Prófað samkvæmt hinu alþjóðlega viðurkennda prófi ASTM E 21 80. Lífsamrýmanleiki skv. DIN ISO EN 10993-1 Vísindagögn eru fáanleg sé þess óskað.
Leiðbeiningar um notkun:
BacobanDL má nota á alla fleti. Sé um viðkvæmt yfirborð að ræða, er mælt með að prófa þol gegn efninu á lítt áberandi stað. Dreifið BacobanDL í jöfnu lagi á yfirborðsflötinn og látið þorna. Skolið ekki.
Öryggisleiðbeiningar:
Notið hanska við meðhöndlun á sótthreinsivörum. Lokið vandlega eftir notkun. Ílátið skal endurunnið eða því fargað í samræmi við gildandi lög hjá til þess bærum viðurkenndum aðila. Notið ekki eftir lokadagsetningu á umbúðum. Hægt er að nálgast öryggisblað sé þess óskað. Geymist á þurrum, loftræstum stað þar sem börn ná ekki til.
Mikilvægt!
Langvarandi, örverueyðandi áhrif BacobanDL mega ekki leiða til þess að vanræktar verði nauðsynlegar sóttvarnarráðstafanir sé um sýnilega og/eða mögulega mengun að ræða.