Notkun

1
Notist óblandað.
2
Gegnvætið klút með efninu eða úðið beint á flötinn.
3
Strjúkið síðan yfir flötinn og látið þorna.

Yfirborðshreinsir

Lausn til sótthreinsunar á tækjum, áhöldum, innréttingum, borðum, veggjum, gólfum o.fl. sem drepur bakteríur, vírusa og sveppi.

Um efnið:

Mjög eldfimur vökvi og gufa. Veldur alvarlegri ertingu í augum. Ef þörf er á læknishjálp, hafið ílátið eða merkimiðann meðferðis. Notið augnhlífar og hanska. Berist efnið í augu: skolið varlega með vatni í nokkrar mínútur. Fjarlægið augnlinsur ef það er mögulegt. Skolið áfram með vatni. Geymist á vel loftræstum og köldum stað þar sem börn ná ekki til. 

Leiðbeiningar um notkun:

Notist óblandað. Gegnvætið klút með efninu eða úðið beint á flötinn; strjúkið síðan yfir flötinn og látið þorna.

Innihald: 2% eða meira en undir 15% ísóprópanól. 30% eða meira etanól. pH-gildi: u.þ.b. 7,0. Eðlisþyngd: u.þ.b. 0,85 g/ml

Fargið innihaldi og íláti hjá vottuðum förgunaraðila í samræmi við gildandi reglur um úrgang. Sótthreinsiefni samþykkt, nr.2015-29-7105-00108. Samþykkt til sótthreinsunar, án þess að skola það af með vatni.* Ekki geyma með matvælum. Geymið í upprunalegum umbúðum.

PT 02 Yfirborðssótthreinsi- og þörungadrepandi efni sem er ekki ætlað til notkunar við persónulegt hreinlæti.

PT 04 Matvæli og fóðurvörur:

Sæfiefni: 70,8 g etanól og 2,2 g própan-2-ól pr. 100 g af óþynntum vökva. Sótthreinsiefni notist á réttan hátt. Lesið alltaf merkingar og upplýsingar um vöru fyrir notkun.

Vörurnar

Biosativa

Öflugt 100% náttúrulegt alhliða hreinsiefni sem fjarlægir m.a. olíu- og rauðvínsbletti af flestum yfirborðsflötum á vistvænan hátt.

Bacoban

Umhverfisvænt sótthreinsunar- og hreinsiefni fyrir yfirborðsfleti sem hefur langvarandi áhrif gegn bakteríum, sveppum og ýmsum vírusum.

Nanóbón

Náttúruvæn og langvarandi lakkvörn sem bætir eiginleika yfirborðsflata eins og bílalakks og ýmissa plastefna

Yfirborðshreinsir

Lausn til sótthreinsunar á tækjum, áhöldum, innréttingum, borðum, veggjum, gólfum o.fl. sem drepur bakteríur, vírusa og sveppi.

Glerskjöldur

Náttúruvæn nanóhúð á gler, hreinlætistæki, keramíkflísar o.fl. sem myndar afar sterka yfirborðs- og rispuvörn; auðveldar þrif og ver gegn bakteríu-, sveppa- og myglumyndun.